Fyrsta skiptið
Fyrstu formlegu skiptin hafa nú farið fram. Það var Hörður Lárusson, grafískur hönnuður sem bauð mér tilboð sem ég gat ekki hafnað. Í skiptum við litla hestalyklakippu bauð hann mér tvö fullgötuð kaffikort úr Roma Café. Hvort kortið jafngildir kaffidrykk að eigin vali á þessu kaffihúsi. Ég var að sjálfsögðu himinn lifandi yfir þessu kostaboði. Ég fór til hans í gær og við skiptumst formlega á hlutum með handabandi og myndartöku.
Ég hefði sjálfur ekkert á móti að kíkja á kaffihús með konunni og sötra á kaffi latte en ég verð að halda áfram ótrauður að markinu og hef ég því nú í boði tvö fullgötuð kaffikort til skiptanna.
Roma Café er huggulegt kaffihús og bakarí á Rauðarárstíg 8 og í Kringlunni gengt Eymundsson. Það liggur ljóst við að tveir kaffidrykkir að eigin vali geta komið sér vel og óhætt að segja að möguleikarnir séu endalausir. Maður gæti: farið snemma að morgni eftir svefnlitla nótt og skellt í sig tveimur tvöföldum esspresso, komið sér fyrir heila kvöldstund og lesið "Grámosinn Glóir" eftir Thor Vilhjálmsson yfir Amaretto, boðið yndislega hjartaknúsaranum/beibinu sem þú ert búin(n) að vera skotin(n) í svo lengi upp á Frappuccino og eitthvað skemmtilegt á eftir, hringt í Þingmanninn þinn og boðið honum að ræða bæjarpólitíkina yfir Irish Coffee eða gefið kortin í afmælis- eða brúðkaupsgjöf. Þeir eru fáir sem myndu hafna góðu kaffiboði.
Hver vill skipta?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli