þriðjudagur, október 17

Þriðju skiptin

Það var á föstudagsmorgni í september að ég vaknaði um 9 leytið. Mér krossbrá því ég átti að mæta í skólann klukkan 8:20. Ég hugsaði með mér að það gengi ekki að vera bara með vekjaraklukku í símanum. Það ótrúlega gerðist síðan að síðar um daginn hafði Hallveig Rúnarsdóttir, stórsöngkona, samband við mig og bauð mér forláta svarta Quartz vekjaraklukku í skiptum fyrir Sindra hitakönnuna. Hana vantaði könnu til að halda kaffinu sínu heitu og ég hafði einmitt verið að hugsa um vekjaraklukkur um morguninn. Við ákváðum skiptin og ég sagðist skyldi reyna að hitta á hana fljótlega. Síðan er liðinn meira en mánuður. Það eru ýmsar ástæður fyrir því að við náðum ekki saman fyrr en loksins í dag.

Ég myndi gjarnan vilja halda þessari stílhreinu vekjaraklukku til að vekja mig á morgna, en ég hef markmiðið að leiðarljósi og býð því klukkuna til skiptana. Þetta er forlát svört vekjaraklukka með Quartz gangverki. Hún er merkt framleiðandanum London(r). Ekki tókst að hafa upp á framleiðandanum en hver veit nema þessi klukka sé safngripur? Klukkan passar fullkomlega á hvaða náttborð sem er. London klukkan býður upp á ótal möguleika, hægt er að stilla tímann, stilla vekjaratíma, slökkva og kveikja á vekjaranum og hún segir þér alltaf hvað tímanum líður. Hún getur einnig farið vel í stóra vasa. Það besta við hana er að hún gengur fyrir einu 1.5v AA batteríi sem FYLGIR MEÐ!!! Og batteríið má reyndar nota á óendanlega marga vegu, ef út í það er farið.
Ef þig vantar ekki vekjaraklukku af einhverjum undarlegum ástæðum er London klukkan fullkomin afmælis- og tækifærisgjöf til vina, ættingja og kunningja, frábær til að taka með í sumarbústaðinn í vetur, gæti mögulega skapað góðar tekjur á e-bay og frábær sem brúðkaupsgjöf.

Nú er um að gera að vera fyrstur til þess að tryggja sér þessa einstöku klukku. Látið hugmyndaflugið og bjóðið í staðin hlut jafn veglegan eða veglegri hlut sem þið haldið að gæti gagnast öðrum. Hafið samband við mig gegnum oskar(hjá)karlmenn.is eða síma 659-8000.




Ég vil þakka vinum og kunningjum sem hafa verið duglegir við reka á eftir mér í skiptunum. MSN og SMS sendingar eins og "jæja, ætlaðirðu ekki að skipta í þessari viku" og "hvað er þetta með þig, ætlarðu ekki að fara að skipta" hafa stutt við bakið á mér.

Skiptisöguna alla má sjá hér á hægri hlið.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

kominn tími á skipti væni!