þriðjudagur, október 31

Google Reader og rugl


Ég uppgötvaði um daginn mjög sniðuga þjónustu sem Google býður uppá. Þjónustan kallast "Google Reader". Þessi þjónusta gerir manni kleyft að fylgjast með fréttaveitum og bloggum sem bjóða upp á streymi (RSS, ATOM, eða einhverskonar "feed"). Ég mæli með þessari þjónustu til þess að fylgjast með skiptileiknum og hafa yfirsýn yfir fjölmörg blogg sem þið skoðið. Það er einfalt að skrá sig fyrir þjónustunni og síðan þarf bara að fara í "Add subscription" og slá inn slóðinni: http://einlitillyklakippa.blogspot.com/

Ég hef fengið fregnir af því að einstaka vélar eigi erfitt með að skoða bloggið og smella á linka (sérstaklega í tölvuverum HÍ). Ég hef ekki fundið út úr vandamálinu, en á meðan lausn er ekki í augsýn hef ég fjölgað færslunum sem sjáanlegar eru á forsíðunni til þess að hægt sé að lesa þær.

Engin ummæli: