mánudagur, janúar 8

Gleðilegt ár, jól og allt það


Ég vil byrja á óska öllum lesendum og skiptinautum gleðilegs nýs árs. Nú er ég loksins sannarlega kominn með báðar fætur í bæinn í örlitilli stund milli stríða áður en skólinn hefst aftur síðar í vikunni.

Ég hef lítið mátt vera að því að sinna skiptileiknum yfir prófatímann og jóla/gamlárs-/nýárs hátíðina en ég er hvergi að baki dottinn og held ótrauður áfram að settu marki.

Hér við hlið mér uppi í hillu er enn í boði glæsileg uppstoppuð Straumönd. Hér að neðan er fróðleikur og mynd af Straumöndum fenginn af Íslandsvefnum:

Straumendur eru staðfuglar hér á landi sem verpa um nær allt land. Mest er af þeim á Mývatnssvæðinu en þar er líklega þéttasta straumandarvarp í heimi. Stofnstærð er 2.000-3.000 varppör en 10.000-15.000 fuglar yfir veturinn. Á veturna dvelja straumendur á sjó, helst við brimasamar strendur. Yfir sumartímann er þær helst að finna við straumharðar ár og læki þar sem þær verpa í gjótur eða skorur. Varp er í fyrri hluta júnímánaðar og eggin eru fremur fá, eða 5-9. Straumendur, líkt og aðrar kafendur eru dýraætur sem nærast á lirfum og púpum í straumvatni og ýmsum lindýrum og krabbadýrum í sjó. Straumendur eru alfriðaðar.

Ég óska eftir góðu tilboði