Skrif um skiptileikinn í fréttablaðinu
Eftirfarandi viðtal birtist í Fréttablaðinu: "Hugmyndin er fengin frá manninum í Bandaríkjunum sem byrjaði með eina rauða bréfaklemmu í höndunum og náði með skiptum að fá fyrir hana hús," segir Óskar Þór Þráinsson um framtak sitt, en hann heldur nú úti bloggsíðu um nokkuð merkilegt verkefni. Óskar vill á tæpu ári ná að fá ferð til Þýskalands í skiptum fyrir hestalyklakippu.
"Ég er fátækur námsmaður og hef lengi verið á leiðinni að heimsækja systur mína í Þýskalandi, en aldrei komist. Mér datt í hug að fara af stað með íslenskan skiptileik, og vil komast út næsta sumar," sagði Óskar, sem hefur nú þegar gert þrjú skipti.
Hestalyklakippunni skipti hann fyrir kaffikort upp á tvo fría kaffidrykki, því næst fékk hann hitamál fyrir kaffi sem hann skipti fyrir forláta vekjaraklukku. "Hugmyndafræðin á bak við þetta er sú að menn meta hluti misjafnlega. Hingað til hafa öll skiptin gagnast fólki að einhverju leyti, en fyrir mig skiptir máli að fá jafn veglegan eða veglegri hlut," sagði Óskar, sem segir nokkur tilboð hafa borist í hvern hlut. "Það stefnir í mjög skemmtileg skipti næst, ef allt gengur eftir," sagði Óskar, sem tekur á móti tilboðum í vekjaraklukkuna til 12. nóvember. Hann er bjartsýnn á að ná markmiði sínu. "Ekki spurning. Annars hefði ég aldrei lagt í þetta." - sun
"Ég er fátækur námsmaður og hef lengi verið á leiðinni að heimsækja systur mína í Þýskalandi, en aldrei komist. Mér datt í hug að fara af stað með íslenskan skiptileik, og vil komast út næsta sumar," sagði Óskar, sem hefur nú þegar gert þrjú skipti.
Hestalyklakippunni skipti hann fyrir kaffikort upp á tvo fría kaffidrykki, því næst fékk hann hitamál fyrir kaffi sem hann skipti fyrir forláta vekjaraklukku. "Hugmyndafræðin á bak við þetta er sú að menn meta hluti misjafnlega. Hingað til hafa öll skiptin gagnast fólki að einhverju leyti, en fyrir mig skiptir máli að fá jafn veglegan eða veglegri hlut," sagði Óskar, sem segir nokkur tilboð hafa borist í hvern hlut. "Það stefnir í mjög skemmtileg skipti næst, ef allt gengur eftir," sagði Óskar, sem tekur á móti tilboðum í vekjaraklukkuna til 12. nóvember. Hann er bjartsýnn á að ná markmiði sínu. "Ekki spurning. Annars hefði ég aldrei lagt í þetta." - sun
Engin ummæli:
Skrifa ummæli