laugardagur, desember 9

Skiptileikurinn í Helgarblaði DV


Það er viðtal við mig og umfjöllun um skiptileikinn í nýjasta helgarblaði DV. Hún er á næst öftustu síðu. Þetta er ágætis umfjöllun og kemur helstu aðalatriðum á framfæri. Eini gallinn er að myndast ekkert sérstaklega vel, þarna á bak við öndina... en hún er nú líka algjör senuþjófur.

Þeir sem vilja fræðast betur um tilgang og markmið skiptileiksins er bent á að lesa fyrstu færslurnar hér á síðunni.


Það er einnig hægt að smella á myndirnar hér til hliðar til að skoða betur skiptin sem farið hafa fram.


Ég vil leggja áherslu á að eins manns dót er annars manns gull. Hver kannast ekki við að eiga fulla geymslu og kjallara af allskonar gagnlegum hlutum sem liggja þar ónotaðir. Ef þig langar að eiga uppstoppaða straumönd, að gefa fuglaáhugamanni fullkomna jólapakkann eða vantar skemmtilega brúðkaupsgjöf skaltu líta í kringum þig og senda mér síðan gott tilboð.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ætla nú ekki að bjóða neitt í skiptum fyrir öndina hans Gísla.
Langaði bara að segja að mér finnst fyndið hvað Ísland er lítið... hann Gísli er nefnilega náskyldur mér :-)