föstudagur, desember 1

Fjórðu skiptin

Í dag lét ég London klukkuna af hendi fyrir einstakan grip. Gísli Hvanndal skellti sér í bíltúr frá Ólafsfirði til þess að skipta við mig. Honum fannst þetta svo bráðfyndin og skemmtilega hugmynd og vildi endilega taka þátt í þessu.Hann færði mér stórglæsilega uppstoppaða Straumönd sem stendur stolt á steini. Þetta er hinn myndarlegasti gripur, algjörlega einstakur, enda gerður úr einstöku dýri. Öndin gerði strax mikla lukku hjá litla stráknum mínum, enda er þetta líklegast fyrsta straumöndin sem hann sér.

Ég verð að viðurkenna að mig hefur alltaf langað að eiga uppstoppað dýr upp í hillu. Hún er virkilega flott hérna uppi í hillu.... en ég verð að stefna ótrauður að markmiðinu og láta öndina þegar ég fæ gott tilboð. Þessi önd er til margra hluta nytsamleg. Hún er virkilega fínt stofustáss, frábær andleg örvun fyrir smáfólk í barnaherberginu, ómissandi viðbót í lífríkissafn skóla og stofnana, hentar vel á skrifstofur flugfélaga, á skrifborðið í vinnunni, fullkomin jólagjöf fuglaskoðarans, ómetanleg brúðargjöf eða stórglæsileg borðskreyting á villibráðar jólahlaðborðinu.


Ekki hika við að senda mér tilboð.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það verður að segjast að þó að ég hafi nú þegar skipt einu sinni í þessum fína leik, þá freistar þessi fína önd mig töluvert!

Ég meina .. hvern langar ekki að eiga önd?

Nafnlaus sagði...

Já hún er fín öndin. En nú er það bara í hlut félaga Gísla Hvanndal. Þ.e.a.s leikmanna Stjörnunnar í handbolta að stíga næsta skref. Gísli Hvanndal mun nefnilega spila með Stjörnunni eftir áramót. Spurning hvort að árituð treyja frá Patreki Jóhannessyni komi ekki að góðum notum í stað fyrir öndina??

Nafnlaus sagði...

What the hell!!

Óskar Þór Þráinsson sagði...

Ertu örugglega að tala um sama Gísla Hvanndal Jakopsson og skipti við mig?

Nafnlaus sagði...

hvað kemur til að ég sé íslenska´blogspot síðu á b2.is það eru bara enskar;).

Nafnlaus sagði...

Gísli hvanndal IDOL ! eru álfar kannski menn ! ? Djöfull er hann búin að léttast !